Valný fasteignasala og Valgeir Leifur löggiltur fasteignasali kynna
Ásabraut 47, 245 SandgerðiVel skipulagt og fallegt raðhús með innbyggðum bílskúr á fjölskylduvænum og rólegum stað í Sandgerði. Eignin er björt með rúmgóðri stofu, 2-3 svefnherbergjum. Bílskúr er með góðu geymslulofti og Þvottahúsinnréttingu. Góð staðsetning í nágrenni við skóla, leikskóla og aðra þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Smelltu hér til að fá öll helstu gögn um eignina.
Samkvæmt fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 135.0 m², þar af er íbúðarrými 109,20 m² og bílskúr 25,80 m². Eign merkt 01-01, fastanúmer 233-2777 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.Lýsing og skipulag eignar:
Forstofa er flísalögð með fataskáp. Innangengt inn í bílskúr frá forstofu.
Stofa er rúmgóð og útgengt út í garð. Harðparket á gólfi.
Eldhús er með L-laga innréttingu með spanhelluborði, bakaraofni í vinnuhæð, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp.
Hjónaherbergi er með stórum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi er með fataskáp og harðpaketi á gólfi.
Geymsla/ herbergi er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, tæki frá Gröhe og Mora, vegghengt salerni, sturta með hertu gleri og handklæðaofn.
Bílskúr er með epoxy á gólfi og rafmagnshurðaopnara.
Þvottahúsinnrétting er staðsett inn í bílskúr. Í bílskúrnum er að finna 10 m²
geymsluloft með góðu aðgengi um stiga.
Gólfefni eru flísar og harðparket frá Parka.
Innréttingar eru frá HTH.
Byggingarlýsing:Útveggir hússins eru klæddir álprófílum með álímdri álklæðningu frá Metal sem er skrúfulaus. Þakkantur er klæddur með sléttri álklæðningu ásamt flasningum. Þakið er með 14° halla, klætt með aluzink þakstáli. Gluggar og útihurðir eru álklæddir timburgluggar af gerðinni ARLA frá Arlanga, hvítir að lit. Bílskúrshurð er með rafmagnsopnara. Gert er ráð fyrir tengingu hleðslustöðvar fyrir rafbíla í rafmagnstöflu.
Lóð og aðkoma:Lóð er fullfrágengin með tyrfingu, steyptu bílaplani með snjóbræðslukerfi og ljósastaurum. Bílastæði er fyrir tvö ökutæki ásamt einu stæði í bílskúr. Sorptunnuskýli á lóð með viðarhurðum og lokum. Drenlögn er lögð umhverfis húsið og tengist frárennsliskerfi bæjarins.
Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Ertu að leita að nýbyggingum? Skoðaðu úrvalið hjá Valný – smelltu hér.
Ertu að hugsa um að selja? Smelltu hér og fáðu frítt verðmat.
Ekki missa af draumaeigninni – fylgstu með okkur á Instagram og Facebook
Lestu reynslusögur frá ánægðum viðskiptavinum okkar.- Fasteignasalan sem opnar dyrnar að þinni eign.Valný Real Estate Agency advises both sellers and potential buyers, who do not have Icelandic as their first language, to get the assistance of a translator when viewing and signing all necessary documents relating to buying and selling properties.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valný fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Kostnaður sem kaupandi þarf að standa straum af:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati, 0,4% fyrir fyrstu kaupendur og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald: 2.700 kr. á hvert skjal (kaupsamningur, veðleyfi o.fl.)
3. Lántökukostnaður: Samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Þjónustu- og umsýslugjald fasteignasölu: Samkvæmt gjaldskrá Valný fasteignasölu.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða, ber kaupanda að greiða skipulagsgjald sem nemur 0,3% af brunabótamati þegar það er innheimt.Valný fasteignasala | www.valny.is | Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbær | Opið alla virka daga frá 9:00-16:00